Mánudagur, 23. febrúar 2009
Er nú ekki kominn tími á handtökur?
Í kjölfar þess sem komið hefur í ljós síðustu daga, varðandi stýringu stjórnenda bankanna á hlutabréfaverði finnst mér full ástæða til að handtaka þá alla saman.
Jafnframt alla þá sem selt hafa hluti í bönkunum síðustu 18 mánuðina fyrir fall þeirra og nema hærri upphæð en 1 milljarði króna.
Láta þessa aðila svo dúsa inni þar til við fáum heildarmyndina af þessu snilldarsvindli og þeir eru búnir að afsala sér öllum fjármunum erlendis og þar með töldum félögum hingað og þangað.
Það er orðið ljóst að spilað var með verðmæti hlutafjár, sérstaklega í bönkunum að minnsta kosti frá 2006.
Taka eins og tvær blokkir upp á Keflavíkurflugvelli og hýsa þetta lið á meðan. Það má svo nota það húsnæði undir framtíðarfangelsi okkar síðar.
Jafnframt er skelfilegt að vita til þess að þetta lið flaug yfir okkur í einkaþotunum á okkar kostnað, og við göptum upp í loftið öll sem eitt og settumst svo fyrir framan flatskjáinn -okkar hlut af dílnum!!!
Okkur voru seld lán í erlendri mynt til að friðþægja okkur -á spottprís, og eins og sönnum íslendingum sæmir fórum við alla leið. Hjólhýsin, bílarnir, húsin, ferðirnar, allt varð stærra, hærra, lengra.
Núna eru svo starfsmenn þessara fyrirtækja að klekkja á lántakendum með allskyns sukki í endurheimtum á þessu góssi, og manni verður hreinlega flökurt við tilhugsunina. Ríkið á að setja upp matsstöð til að meta það sem endurheimt er, svo ekki sé hægt að slátra fólki svona svakalega.
Að bílar séu teknir niður um allt að 80% er náttúrulega bara fáránlegt! Af hverju má þá bara ekki færa niður lánin og leyfa fólki að borga af þeirri upphæð sem eftir stendur? Til hvers þarf að selja þá bíla einhverjum þriðja aðila? Sem selur þá svo áfram á mikið hærra verði?
Við verðum að stöðva þetta strax! Það er ekkert sem heitir á morgun lengur hér. Það mun allt loga landshluta á milli eftir mánuð -READ MY LIPS! Og eins og við höfum séð er LÖGREGLAN engin fyrirstaða og engin virðing borin fyrir henni frekar en öðrum yfirvöldum. ÞÁ verður stríð sem enginn veit hvernig endar!
Barcelona tapaði fyrir Espanol í gær! Það var vegna þess að fimm af ellefu í byrjunarliðinu voru nýir og Eiður ekki þar á meðal. ENGIN afsökun!, frekar en VG með reyndasta þingmann landsins getur falið sig á bak við ókunnugleika.
Ef ríkistjórnin ætlar að fela sig á bak við ókunnugleika, nýjabrum, vankunnáttu og eitthvert húmbúkk, verður hún að fara frá STRAX.
Ef við kjósendur eigum að trúa því, að hverja svo sem við kjósum, þá séum við að kjósa hæft fólk til að stjórna landinu, verða þingmenn að sýna hæfni sína og þekkingu á þeim störfum sem þeir jú hafa sóst eftir, og geta ekki falið sig á bak við eitt eða neitt.
EITT ER VÍST! AÐGERÐA ER ÞÖRF NÚNA!
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.