Laugardagur, 7. febrúar 2009
Viðurkennir með þessu vanhæfni sína!
Til þessa starfs sem hann var þó skipaður til af núverandi forsætisráðherra meðal annarra. Þeir voru skipaðir til að þola hvers kyns hremmingar og ásakanir stjórnmálamanna. Nú hefur einn bugast undan álaginu. Verður fróðlegt að sjá hvað verður með hina, úr hverju þeir eru gerðir!
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fíflalegt innlegg hjá þér Björn.
Ingimundur er augljóslega sá eini þeirra sem hefur kjark - hinir tveir eru gungurnar.
Það þarf kjark til að vægja á ögurstundu en það þarf ekkert nema botnlausan heigulsháttin til að frjósa fastur.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:33
Vægja fyrir hverju ? pólitískum þrýstingi ? Svo segir Jóhanna að seðalbankinn eigi að vera óháð stofnum, þ.e. þegar henni hentar
Kristinn (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:40
Gunnar!!
Hvaða helv.... aumingjar gáfu eftir fyrir minnihlutahópnum sem barði náttgögnin sín á Austurvelli ?? Voru það ekki froðurnar sem ætluðu að bjarga heimilunum í landinu?? Í hvað hefur tíminn hjá þeim farið?? Jú að koma Dabba frá.
Við þurfum þá væntanlega ekkert að hafa áhyggjur af skuldunum þegar Davíð er hættur.
Björn Jónsson, 7.2.2009 kl. 03:03
Hvað með þá ríkisstjórn sem hefur ekki kjark eða þrek til að víkja þeim úr starfi?
Erum við í brýnni þörf fyrir svoleiðis stjórn?
NEI!
Það er sama hvaða ríkisstjórn er við völd, bara að hún taki ákvarðanir í þeim málum sem þarf.
Ef 75% þeirra ákvarðana reynast réttar er okkur sennilega borgið! Svo einfalt er það í mínum augum.
Björn Finnbogason, 7.2.2009 kl. 03:52
Getið þið sagt mér, án pólitískra fordóma, hvers vegna þið teljið að það sé ekki brýn þörf á að hreinsa til í stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitinu með það fyrir augum að skapa aukið traust bæði gagnvart Íslendingum og útlendingum?
Ég get vel skilið að einhverjir séu pirraðir yfir stjórnarslitunum eða vinstristjórninni eða Steingrími J eða einhverju öðru. Ekki vegna þess að ég sé endilega sammála því, en ég veit bara að sumir hafa sterkar skoðanir á þessum hlutum. En ef maður lítur fram hjá þessu pólitíska argaþrasi, þá fæ ég ekki með nokkru móti séð að það séu nein rök með því að skipta EKKI um stjórn Seðlabankans og reyndar víða annars staðar í stjórnsýslunni.
Getið þið sem eruð gramir yfir þessari brottvikningu komið með málefnaleg rök fyrir ykkar sjónarmiðum í stað þess að ergjast út hana á pólitískum (eða persónulegum) forsendum?
Pax pacis, 7.2.2009 kl. 11:14
Bjössi minn, auðvitað þarf að upphefja virðingu okkar í heiminum aftur og eitt skref í þá átt er að hreinsa til í bleðlabankanum... enda menn þar sýnt fram á þeir eru vanhæfir
evran byrjaði fyrst að lækka eftir að við mótmælendur boluðum þínum flokk út ;)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:32
úbs eða ætti ég að segja okkar flokk ;)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:32
ég er ekki endilega sammála þér. ég tel Ingimund ekki hafa viðurkennt vanhæfni sína. málið snýst ekki um hvort eða hver er vanhæfur eða ekki. málið snýst um að menn ajái sóma sinn í að axla ábyrgð á ástandinu og hleypa nýju fólki að til að endurvekja traus á stofnuninni. ábyrgð sem má líkja við pólitíska ábyrgð. þá eru menn ekki endilega að viðurkenna persónuleg afglöp eða brot í starfi, heldur ábyrgð fyrir hönd stofnunarinnar og/eða regluverksins sem þeir hafa umsjón með.
Brjánn Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 15:08
Hvaða Evra? Sú íslenskt skráða eða evrópuskráða.
Fíflin í Sjálfstæðisflokknum eru þó í einum flokki, það einfaldar mikið að sortera út.
Það er grunnurinn í flokknum sem gerir hann stóran, einfaldleikinn og lýðræðið.
Það er fullt af fíflum í öllum samtökum, en samtökunum verður ekki um kennt!
Af hverju ekki að reka þá bara? Málið dautt!
Síðan í október er ég búinn að lýsa þeirri skoðun minni að það þyrfti að hreinsa allt þetta lið út! Úr Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, og alla stjórnendur bankanna. Alveg burtséð frá því hvort þeir hefðu eitthvað til saka unnið eða ekki. Það er hreinlega ekki aðalatriðið í mínum huga.
Björn Finnbogason, 7.2.2009 kl. 16:13
Veit ekki hvað ég á að stafa mikið hérna! Seðlabankastjórar eru skipaðir til ákveðinna starfa til ákveðins tíma!
EF nærveru þeirra er ekki óskað á hreinlega að láta þá fara.
Jóhanna og félagar haga sér alveg eins og kjánarnir sem þau eru reyndar, að biðja menn að afsala sér lífsviðurværinu af því það gæti orðið óþægilegt að taka það af þeim.
Björn Finnbogason, 7.2.2009 kl. 16:18
þar er ég sammála .. hún átti bara að mæta í í bankann og vísa þeim út... algjör rugl að vera með þetta kurteisihjal .. erum komin yfir það =) enda á að tromma þá út á mánudaginn það virðist vera það eina sem virkar
koss á þig
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:54
En af hverju ekki að mæta hjá Jóhönnu og berja á henni að labba yfir götuna og láta henda þeim út?
Hún er með þá í vinnu!!!!
Þetta er eins og að hengja bensíntittinn í slöngunni af því bensínið er orðið svo dýrt!!!
Björn Finnbogason, 8.2.2009 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.