Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Air Atlanta 1, B747 fyrir forsetann.
Dugði nú ekki minna á tímabili, þegar hann flaug um heiminn með "fyrrum vinum sínum" útrásarvíkingunum svokölluðu.
Að sjá hann svo stíga sjálfumglaðan á erlenda grundu eins og páfann í Róm var hreint stórkostleg sýning.
Svo reynir þessi maður enn einu sinni að stýra athyglinni að sér en frá verkum sínum og fréttamenn gleypa allt einsog venjulega enda flestir ekki komnir til vits eða ára á þeim tíma, (sumir ekki komnir með vitið enn reyndar).
Bullukollur Íslands númer eitt!
Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ blindingi
Hann var að reyna að styðja við stefnu ríkisstjórnarinnar. Ætli það hefði ekki heyrst hljóð úr horni ef hann færi að stýra þeim.
Hann hefur gengist við því að hafa verið sleginn blindu af því sem sýndist vera ör og góður framgangur íslenskra fyrirtækja. Hann var, eins og alþýðan, gjörsamlega blekktur. Hann var lengi vel EINI Íslendingurinn í opinberri stöðu sem baðst afsökunar á hlut sínum.
Sjálfstæðisflokkurinn er t.d. í svo mikilli afneitun að hann neitar að taka þátt í ríkisstjórn án þess að vera í forsæti, þrátt fyrir að hafa haldið því fram lengi að það allra versta væri stjórnarkreppa.
Ólafur Ragnar er að gera það sem stjórnmálamenn reyna að forðast í lengstu lög - Að færa kröfur þeirra sem skrifa undir Nýtt Lýðveldi (www.nyttlydveldi.is) í orð á opinberum vettvangi og láta skilaboðin hljóma skýrt í gegnum ólæti flokkspólitíkurinnar.
Áfram Ólafur - Íslendingar, látið ekki klappstýrur gjaldþrotsklíkunnar eins og Björn Finnbogason draga athygli ykkar frá því sem gera þarf. Þeir sem styðja arkítekta þess NÚNA eftir að skíturinn er kominn upp á yfirborðið ættu að taka föggur sínar og flytja til Zimbabwe. Þar er þjóðinni stjórnað af draumagaur þeirra. Þar ríkir leiðtogadýrkun, einveldi, óðaverðbólga og siðblinda. Eins og smurt í skoru Sjálfstæðismanna.
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.1.2009 kl. 17:04
Manni verður nú bara flökurt á að lesa skrif Rúnars hér að ofan
Lítum á björtu hliðarnar Bjössi, nú getur Ólafur Ragnar farið að hætta (loksins), hann hefur náð takmarkinu: komið á vinstri stjórn og Davíð úr Seðlabankanum.
einar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:44
Það var hverrar krónu virði að sjá Ingibjörgu og Steingrím engjast undir ræðu Ólafs.
Björn Finnbogason, 27.1.2009 kl. 22:42
Takmarkinu er fjarri náð. Þér skjátlast illilega Einar ef þú heldur mig og aðra vera búna að ljúka okkur af í mótmælunum.
Það verður ekki "business as usual" fyrr en forsendan fyrir flokkapólitíkurvitleysunni er útlæg úr stjórnarskránni. Að reka ríkisstjórnina, FME og Seðlabankastjórnina (sem enn á eftir að klára) var ekki lokatakmarkið. Málið er ekki að koma VG að. Það vilja þeir vera láta sem eiga sitt undir eða sjá ekki í gegnum þessa vitleysu enn.
Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn mundi ALDREI hrófla við því kerfi einveldis og óréttlætis sem verið er að grýta því hann nærist á því.
Það að vera að bulla um forsetann hitt eða forsetann þetta núna er að reyna að beina athygli fólks frá meginkröfunni til að geta haldið öllu í sama farinu. Persóna forsetans er aukaatriði, aðalatriðið er að hann veit hvað fólkið er að kalla á og er að færa það í orð og að þið og ykkar líkar gefið skít í það þótt form landsstjórnarinnar leiði landið fram af hengiflugi spillingar.
Rúnar Þór Þórarinsson, 28.1.2009 kl. 02:25
25% heimila í landinu urðu gjaldþrota í fyrradag þegar Samfylkingin brotnaði undan álaginu, það er ekki flóknara en það. Önnur 25% verða gjaldþrota á þeim aukatíma sem það tekur að koma landinu í gang aftur.
Fyrirtæki landsins eru flest á heljarþröm, og þola ekki meir. Við eigum eftir að sjá óhugnarlegt ástand hér þegar líða tekur á árið. Ástand sem við höfum bara séð í bíómyndum. Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það, en hinsvegar hægt að lengja í hengingarólinni með því að henda inn í hagkerfið láninu frá IMG. Eftir það verður þjóðargjaldþrot ekki umflúið.
Það er alveg sama hvaða stjórn hefði tekið við núna, vantraust á Íslandi er bara svo mikið að breytingin fer með okkur.
Björn Finnbogason, 28.1.2009 kl. 02:56
Haha! Brandarakall!
Þú veist greinilega lítið um gjaldþrotastöðuna, ert allavega ekki einn af þeim sem voru að kaupa sér heimili í mesta sakleysi og lentu í Sjálfstæðishugsjónavélinni. Þú hinsvegar kaust þá greinilega síðast og berð ábyrgð á ástandinu þar af leiðandi. Ég skil vel að það sé erfitt að horfast í augu við það að hafa trúað vitleysunni á sínum tíma, en það er áreiðanlegt að ekki verður það auðveldara með tímanum eftir því sem meira kemur upp á yfirborðið af þeirra vakt.
Það er einmitt smá von til þess að eitthvað gott komi út úr þessu öllu saman núna. Hvernig væri nú að vinda ofan af sér og taka þátt? Við viljum hafa alla með! Ísland fyrir Fólkið!
Rúnar Þór Þórarinsson, 29.1.2009 kl. 18:30
Eitt orð til yfir "snillinga" eins og þig, en þar sem þú veist betur og hefur reynsluna af þessu öllu -sem ég hef ekki að þínu mati, ætla ég að láta ógert að viðra það hér.
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn ekkert bara síðast heldur alltaf, og mun gera það áfram.
Ég er samt hræddur um að enginn sigurvegari standi uppi að þessum leik loknum. Vona samt að fólk haldi í lífsviljann og bindi hann ekki efnislegum verðmætum. Það má alltaf eignast annað hús, annan bíl, annan bústað. En við eigum bara eitt líf, og mest um vert að halda um sína og forðast að fyllast eða valda, óþarfa ótta og kvíða fyrir framtíðinni.
Björn Finnbogason, 30.1.2009 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.