Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hóta skólabörnum INTRUM!
Alltaf kárnar nú gamanið hjá meirihlutanum í Reykjanesbæ. Síðasta útspilið til tekjuöflunar er að hóta skólabörnum lögfræði-innheimtu vegna vanskila á Bókasafninu. Ég verð að viðurkenna það að hugmyndaauðgi meirihlutans eru fá takmörk sett. Ég hef áður í þessum mánuði farið yfir stöðuna en nú er ég búinn að fá mig alveg fullsaddan á bullinu sem rennur þarna út.
Dómsmálaráðherra er ekki fyrr búinn að vængstífa sýslumanninn á Selfossi en bæjarstjórinn í Reykjanesbæ tekur við á enn lægra plani. Í millitíðinni kynnir viðskiptaráðherra nýja innheimtulöggjöf vegna lögmannskostnaðar sem á að taka gildi 1. feb. þegar búið er enn einu sinni að henda út öllum reikningum í innheimtuferli. Sama var upp á teningnum í vetur þegar lög voru samþykkt sem tóku gildi um áramót.
HVERSKONAR djöfulsins vitleysingar eru þarna samankomnir? Sennilega allir þeir sem komust ekki að á alvörulögfræðistofu og fóru því í stjórnmálin. Nú sjá þeir fram á að þurfa hugsanlega vinnu með haustinu og vilja því ekki styggja neinn. Mér skilst að yfir 40 þingmenn séu lögfræðimenntaðir!, what a joke!!!
AÐ SJÁLFSÖGÐU átti að láta lögin gilda frá framlagningu frumvarpanna og bæði áttu þau að koma fram strax í haust þegar ljóst var í hvað stefndi.
BURTU MEÐ ALLT ÞETTA LIÐ
Margt getur farið úrskeiðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.