Frekar gjaldþrota en ráðþrota!

Fullt af fólki sem þarf að horfast í augu við það að framtíðin er ekki lengur það sem hún virtist fyrir ekki svo löngu síðan.  Mikilvægt að flýta sér hægt og frysta og fresta meðan hægt er og einhver botn er að fást í málin.

Hitt er svo annað að það eru til mikið verri hlutir en að verða gjaldþrota.  Fólk heldur sjálfsaflafé sínu og ekki er hægt að gera kröfur í laun þess.  Innbú fólks má ekki hreyfa nema milljóna málverk kannski, en það besta við gjaldþrot er að losna undan óttanum við það!

Ömurlegasta sem ég hef séð er fólk sem búið er í fjölda ára að borga inn á dráttarvexti og lögfræðikostnað, gjörsamlega búið á líkama og sál, og fjölskyldan búin að lifa í eymd og volæði kannski alla sína tíð.

Til hvers?  jú til að verða ekki þetta hræðilega "gjaldþrota"

Ég hef tvisvar orðið gjaldþrota, það er vont en versnar ekkert.

Ekkert í líkingu við það að verða ráðþrota.  Það hef ég líka orðið nokkrum sinnum og er ólýsanlega mikið verri staða að vera í.

 


mbl.is Ekki borga skuldir bankahrunsins segir bæjarstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband