Fólk er fífl!

Sagt er að dropinn holi steininn og það getur vel verið rétt. 

Hinsvegar er enginn steinn þegar búið er að taka hann!

Perlumöl gerir einfaldlega ekki sama gagn!

Að láta sér detta þetta í hug er eiginlega verra en hefði hann látið þetta ógert, því með þessu er hann að núa okkur hinum upp úr vitleysunni einn ganginn enn og heldur að hann geti keypt sér e-n frið!

Þetta útspil er hinsvegar framkvæmd út af fyrir sig, og það er framkvæmdaleysið og skorturinn á ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum sem er að bera okkur síðasta spölinn í gjaldþrot. 

Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að vera búin að hreinsa út úr bönkunum, Fjármálaeftirlitinu, og Seðlabankanum.   

Láta vaða á bretana með því að senda sendiherrann heim, þar sem við gætum ekki ábyrgst öryggi hans og svona mætti lengi telja. 

Þegar svo fólk skýtur hvort annað út í heimi er rokið upp til handa og fóta og allt mögulegt fordæmt og krafist réttlætis!

Á meðan deyjum við, ekki drottni okkar, heldur Mammoni -hér heima.


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband