Mín útgáfa!

1.  Ríkið viðurkennir vanmátt sinn gagnvart ástandinu, og að það hefur enga stjórn á peningamálum landsins.

2.  Ríkið fer að trúa að sérstök eignaumsýslufélög sem hirða eiga fyrirtæki fyrir ekki neitt geti gert ástandið gott að nýju.

3.Ríkið felur líf landsmanna í hendur óháðs umboðsmanns í hverjum banka sem samkvæmt skilningi mínum á að vernda hag fólks.

4.  Valdar verði leiðir sem flæki málin sem mest.

5.  Ríkið mun hafa frumkvæði að því að eigendur gamalla fyrirtækja geti skriðið fyrir sjóð til að betla hlutafé, í stað þess sem gufaði upp!

6.  Ríkið hvetur til þess að ekki verði lánað gömlum glæpamönnum og þess gætt að finna ný fífl til að plata til samfélagslegrar ábyrgðar í stað þeirra sem töpuðu aleigunni.

7.  Ríkið vill að útlendingar skaðist ekki eða sem minnst, á meðan íslendingar lepji dauðann úr skel.  Fínt væri að útlendingarnir eignuðust allan kvótann með því að eignast bankana.

8. Ríkið hyggst leyfa fyrirtækjum að reka sig í erlendum gjaldeyri.  Hann á að koma af himnum ofan!

9.  Ríkið mun leyfa lifeyrissjóðunum að eiga íbúðir til langs tíma!  Annars hvað?

10.  Áhersla verður lögð á minnkandi vélvæðingu með útflutningi á vélum og tækjum svo við höfum not fyrir fleiri hendur.

11.  Ríkið ætlar að beita sér fyrir endurskoðun hlutafélagalaga og skattalaga svo við sem eftir erum verðum örugglega aldrei aflögufær á ný.

12.  Ríkið mun í samvinnu við vitleysingana á vinnumarkaðnum, ASÍ og SA koma málum svo fyrir að leita þurfi nýrra leiða við að svindla á gjaldeyrisviðskiptum.

 

En hvar eru þeir fjármunir sem Ríkið ætlaði að setja í bankana? Það skeður ekki neitt fyrr en bankarnir hafa burði til að vinsa úr þá sem eiga að lifa frá hinum sem verða skildir eftir.  Ekkert, nákvæmlega ekkert í þessum tillögum gefur nokkur fyrirheit um það hvenær eða hvort af því verði.  Þangað til blæðir landinu áfram út.  Kannski er það tilgangurinn, ég er farinn að  hallast að því. 

 

 


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband