Grænt Ísland!

Af hverju kemst ég aftur og aftur að þeim punkti, að mig langar að loka hagkerfinu, rétta okkur af og taka svo upp dollarann?

Eftir hvern hringinn á fætur öðrum er mér að skiljast að mig langar til þess að við íslendingar séum það sem við erum, eyja í miðju Atlantshafi.  Eyja sem hefur upp á allt að bjóða til þess að vera meðal fremstu þjóða heimsins í lífvænlegu tilliti, eyja sem getur staðið sjálfstæð ein og sér.

Við íslendingar höfum orðið fyrir mesta áfalli sem við höfum nokkurn tíma orðið fyrir, og eigum nokkurn tímann eftir að verða fyrir.  Við töpuðum þjóðarstoltinu.  

Að við séum nú á leiðinni inn í Evrópusambandið sem skítur á priki, er síðasti naglinn í kistuna og ömurlegt tilhugsunar að verða skítur á priki.

Þess vegna er ég aftur kominn á þá skoðun að við eigum að loka okkur af, koma jafnvægi á atvinnustigið, fyrirtækin, og þjóðina alla, og skipta svo yfir í dollar á einni viku í sumar.

Það gæti verið svona almenn frívika í endaðan júní, og við svo tekið upp nýja mynt 4. júlí 2009.

Hvað sem hagfræðingar og aðrir labbakútar sem vit þykjast hafa á segja um þessa breytingu er eitt þó víst!, við yrðum ÍSLENDINGAR Á NÝ!

Og fyrir það eitt er ýmislegt á sig leggjandi. 


mbl.is Svipmynd: Paul Volcker og Íslandstengslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband