Mánudagur, 24. nóvember 2008
Ekki tími fyrir Davíð að sigra.
Nú er ljóst að til þess að einhver friður geti orðið um aðgerðir í kjölfar hrunsins hér á landi verða allir þeir að víkja sem umdeilanlegir eru. Skiptir þá engu hvort þeir eru sekir eða saklausir. Nú er heldur enginn tími fyrir stolt eða eftirmæli. Það eru ekki til falleg lík!
Davíð Oddson verður að segja upp starfi sínu, annars verður að reka hann. Sama á við um aðra seðlabankastjóra.
Stjórn Seðlabankans verður að segja af sér.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins verður að segja af sér.
Það verður að víkja öllum núverandi stjórnendum bankanna sem voru þar áður.
Það þarf að tryggja að bankarnir gæti jafnræðis gagnvart viðskiptavinum sínum og ekki sé verið að afskrifa hundruði milljóna af fáum, en hengja svo restina.
Tryggja hámarksafrakstur af sölu eigna gömlu bankanna.
Heimila gjaldfellingu lána og yfirtöku bankanna á sjávarútvegsfyrirtækjum ef þau skila ekki gjaldeyristekjum heim.
Við erum að fara inn í enn dýpri dal en við erum í núna. Það minnsta sem stjórnmálamenn geta gert er að hreinsa svo út úr þessum fjármálageira að almenningur geti að minnsta kosti lifað við þá sem þar eru.
Síðar kemur tími til að smúla út af alþingi. Við höfum hreinlega ekki tíma í það núna en með hækkandi sól finnst mér að sjálfsagt sé að efna til kosninga.
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.