Verðum aldrei aftur söm!

Íslendingar, stoltir af vegabréfinu sínu, öryggið uppmálað erlendis, er líka fyrir bí.  Bretar sáu til þess.

Í kjölfar þessara hremminga sem gengið hafa yfir þjóðina, þegar mesta storminn lægir, eigum við að stefna Gordon Brown fh. Bretlands fyrir öllum dómstólum sem fyrirfinnast, og heimta áður óheyrðar stríðsskaðabætur!  Að leyfa sér að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn okkur líka með Evrópusambandið og norðurlöndin innanborðs er nánast með ólíkindum.  Ég veit ekkert hversu illa mér líst á þetta lán, en eitt er alveg víst!  Við munum aldrei hafa þá lengur hér en svo að við náum að plokka af þeim peningana.  Þá hendum við fulltrúum þeirra út í fallhlíf yfir Bretlandi.  Þetta er nefnilega stórhættulegt lið sem hefur sviðið alla jörð sem þeir hafa komið nálægt.  Fullvissu fyrir því og öllu baktjaldamakkinu sem viðgengst höfum við fengið með hegðun þeirra gegn okkur í þessu ferli.

Þá þarf að setja í lög að bannað sé að framselja orkulindir okkar hverju nafni sem þær nefnast, framtíðartekjur af þeim, og kaupa til baka allt það hlutafé sem selt hefur verið í orkufyrirtækjum.

Einungis þannig getum við íslendingar verið fullvissir um að búandi verði á landinu næstu áratugina.  Ég treysti stjórnmálamönnum, fréttamönnum, og opinberum aðilum ekki fyrir næsta horn í þessum efnum.  Þeir vaða alltaf á auðveldasta kostinn og þann ódýrasta sbr. Davíð Oddsson.  Nú verður að lögfesta lifnaðarhætti jafnömurlegt og það er.

Það sem við eigum eftir íslendingar er hugarfarið.  Við höfum í mörg hundruð ár beðið þess að veður lægi og haldið svo af stað á ný.  Þannig verður það líka núna.  Við munum komast útúr þessu lifandi, en kannski svolítið löskuð.

Hefjum jólin snemma, haldið friðinn, þetta líður líka hjá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn og takk fyrir góða herhvöt.  Við munum sigra því mæður þessa lands munu taka afstöðu gegn skuldanauðung.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.11.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband