Ferska vini - ferska vinda

Ekki láta IMF setja okkur á einhvern skuldaklafa sem við ráðum ekkert við Árni.  Ef þú færð ekki það sem þú vilt og þarft, í guðanna bænum farðu þá beint til Rússlands og reyndu að loka dæminu þar.

Mundu að við höfum engan tíma!  Aðrar þjóðir hafa hann kannski en ekki við.  Núna er svo mikið farið að ekki skiptir máli lengur ímynduð vinátta annarra þjóða og rétt að rassskella þetta lið ærlega fyrir flumbruganginn og óbilgirnina.  Og láta sér detta í hug að við borgum  brúsann hvað sem hann kostar er hreint út sagt barnalegt.  Ef byrðarnar verða of þungar, fara þeir sem geta af landi brott til nýrra heimkynna og hverja varstu þá að semja fyrir?

Helst vildi ég sjá þig koma frá Rússlandi með lán -og sópa þessu lögfræðingastóði breska í hafið sem liggur hér um allar jarðir að leita að peningum.

Byrja svo upp á nýtt. 

Og reynið þið svo í guðanna bænum að velja fólk í þessa banka sem vit hefur á og traust er borið til!

Nú ef á að velja eftir flokkskírteinum þá er ég laus Árni minn og margur hefur hlotið meira en ég fyrir minna starf innan stjórnmálaflokka landsins -ef út í það er farið!

 

 

 

 


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband