Sunnudagur, 5. október 2008
Mér finnst rigningin góð - og geng í henni!
Málsháttur sem ég fann, eða þýddi einhvern tímann hljóðaði svo:
Sumir ganga í rigningunni aðrir blotna bara.
Aldrei hefur verið meira áríðandi fyrir íslendinga en nú að stíga skrefin í gegnum þá erfiðleika sem við blasa hjá okkur, einstaklingum eða þjóðinni allri.
Við eigum besta grunn í heimi til að byggja landið okkar á. Við eigum gjöful fiskimið, við eigum næga orku, nægt vatn, hreint loft.
Um þessi gæði eru svo aðeins rúmlega þrjú hundruð þúsund manns.
Þótt örfáir aðilar hafi málað heiminn rauðan í skjóli þessara gæða, svífandi um á viðskiptavild okkar erlendis -án þess að biðja okkur hin neitt um leyfi, þynnt út sápukúluglasið uns yfir lauk, er ekkert annað fyrir okkur í stöðunni en að halda áfram.
Við erum ekkert á byrjunarreit en við þurfum að endurskipuleggja okkur. Setja markaðnum þær skorður að ekki verði hægt að spila með okkur eins og tin-dáta meir. Stoppa það að útlenskir peningar geti verið stimplaðir "made in Iceland"
Fjölmargar fjölskyldur standa uppi allslausar eftir þennan leik manna sem enga ábyrgð bera. Og það gjörsamlega án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut annan en að eiga þak yfir höfuðið og kannski bílskrjóð eða tvo. Þessu fólki þarf að hjálpa á allan þann hátt sem mögulegt -jafnt sem ómögulegt er!
Sumir standa uppi með skuldir vegna lántöku til hlutabréfakaupa -í von um hagnað.
-Einmitt!
Aðrir hafa tapað á þeim hremmingum sem gengið hafa yfir hlutabréfaheiminn.
-Já.
Ekki hafði þetta sama fólk hugsað sér að deila hagnaðinum með öllum landsmönnum var það?
Að kenna ríkisvaldinu eða Seðlabankastjóra um, eins og í tísku virðist vera er algjörlega út í hött!
Það má segja að þakkarvert sé að heimurinn hrundi núna en ekki síðar.
Við íslendingar náðum ekki að búa til svo stéttskipt þjóðfélag á þessum stutta tíma og sú kynslóð sem stigið hefur þennan dans hvað hraðast fær að kynnast því hvað það er: að lifa og vera til í raun.
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.