Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Raunveruleikinn runninn upp!
Er búinn að vera að renna í gegnum lífið mitt undanfarið ár eða svo. Ótrúlegar breytingar sem orðið hafa á mínum högum og á köflum óskiljanlegt hverju ég er búinn að áorka.
Umhugsunarefni líka hvað stendur upp úr, það eru ekki fjárhagslegir ávinningar, eignir, eða aðrir veraldlegir hlutir, heldur einstök andartök, einstök andartök í lífinu undanfarið ár með fólki sem mér þykir vænt um.
Nú stend ég frammi fyrir því að taka erfiðar ákvarðanir, ákvarðanir um að skilja við eitthvað af því sem ég hef skapað, til að gefa mér svigrúm að halda áfram að þroskast og dafna.
Það verður einhver annar sem fær að lifa einn drauma minna, önnur fjölskylda vonandi ber gæfu til að nýta sér þá möguleika sem felast í því sem ég verð að losa mig við.
Ég hinsvegar verð að sætta mig við að stundum, stundum verða peningar að ráða.
Og þótt erfitt sé á eftir að horfa, verður alltaf í minningunni hugmyndin sem varð að veruleika fyrir fáránlega bjartsýni, trú á verkefninu, og vonandi verðskuldað traust annarra á mér þegar upp verður staðið.
Eftir stendur á gangstéttinni maður á leiðinni inn í framtíðina sem getur litið um öxl og sagt:
ÞETTA GERÐI ÉG LÍKA
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, ég veit ekki hver þú ert, og þú veist ekki hver ég er en bloggið þitt hefur vakið upp hjá mér hugsanir og skilning, það er djúpt og hreinskilið, vonandi gengur vel hjá þér, ég ætla að stela slagorðinu þínu að líta um ölx áður en ég held úti það sem er óráðið, gangi þér vel :o)
lesandi sem er á villigötum
Bryndis (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.