Og sumum hentar ekki að stjórna!

Sérstaklega ekki svona gömlum kommum!  Legg til að Rúv og stöð 2 verði gert skylt að sýna myndina "Félagi Napóleón" til heiðurs Steingrími.
mbl.is Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til suðurs með Samfylkingunni!

Þetta lagast allt þegar við verðum komin í ESB.  Þá mun Steingrímur líka selja okkur ódýra flugmiða með ríkisflugfélaginu til suðrænu landanna þar sem smjörið drýpur af hverju strái, og allir eru svo umhverfisvænir, heilnæmir og geislandi af hamingju bara, yfir að vera í ESB.
mbl.is 1729 atvinnulaus á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1% kjósa hreyfingu

Eitthvað fyrir Lýðheilsustöð að líta til!  Annars svo sem ekki skrýtið -bensínið er orðið svo dýrt, og kortin í ræktina leggja sig orðið á tugi þúsunda og komast svo flest ekki lengra en í veski eigandans, miðað við þessar tölur allavega.

Var þetta ekki örugglega fréttin í þessu annars?

 


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn VG illa haldnir af vatnsþambi í þingsölum?

Nær að senda þessi grey í mat!  Greinilega orðnir svo veruleikafirrtir og hafa enga hugmynd um hvar þeir standa, hvort þeir eru, voru, eða hafa ekki verið, í ríkisstjórn sem á að berjast við að halda lífi í landinu, en ekki í sjálfri sér.
mbl.is Vilja að öll skjöl um stuðning við Íraksinnrás verði birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr landi með Ríkisflugfélaginu eða Pálma Haralds!

Icelandair eða Iceland Express?  Steingrímur eða Pálmi?

Kostur er ekki lengur val, heldur verslun miðlara ríkisverðbréfa Venesúela.

Arion er nýi guð okkar viðskiptavina Kaupþings sáluga, KB banka, og þar áður Búnaðarbankans.

Hver á Arion á eftir að skýrast en ekki kæmi mér á óvart að ýmsir kröfuhafar hafi fengið það góða ávöxtun nú þegar að afganginn af viðskiptavinum bankans megi pína í þrot svo þeir geti keypt leifarnar á slikk.


mbl.is Hagstæðustu kjör sem fást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falla fyrir eigin hendi eða Árna!

Hundelt þjóðin sem ekki á nokkurra kosta völ!

Reglur, lög og refsingar hertar.

Af hverju ætli vinstri stjórnir óttist svona misnotkun og svindl?

 

Engar lausnir - bara álögur.


mbl.is Hertar reglur og þak á hlutabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já en ríkisstjórnin lifir á Cocoa Puffs!

Og ekki má "hækka skatta" á þá lægst launuðu, svo það verður að plata þá með vörugjöldum!!!

Hvorn ætli nú muni meira um 200 krónu hækkunina á pakkanum, atvinnuleysingjann eða atvinnumálaráðherrann?

Svo er búið að þynna pakkningarnar! Ekki minnka heldur þynna -þannig er auga fólks blekkt. 


mbl.is Uppsagnir hjá Ölgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn eru búin til í kreppu!

Sæðisfrumur vita af fæðingarorlofinu og leggja sig því meira fram en ella!

Nú á að segja þeim að slaka á -fyrir öryrkja, aldraða og tekjulága!

Næst verður fólki sagt að þar sem storkurinn komi ekki á árinu 2010 séu engar forsendur fyrir fæðingarorlofi yfirleitt!


mbl.is Íslendingar geta börn í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband