Ríkisstjórn bjargar lundanum!

Það var jú á þessum 100 atriða lista.  Þá er ríkisstjórnin búin að afgreiða hátt á 60 mál á listanum.

Stjórnin er að fara eins og köttur í kringum heitan graut, allt gert nema það sem þarf til að fólk og fyrirtæki, svo og aðrar stofnanir geti séð hver staðan virkilega er.

Hverjum er ekki skítsama um einhverjar afskriftir úr þessu?  Gjaldþrota einstaklingum og fyrirtækjum er enginn akkur í að fá afskrifaðar skuldir -án tekjuskattskylds ávinnings.  Þetta er nýjasta trompið sem verður spilað alla þessa viku og næstu. 

Frá því í febrúar hafa sennilega 25% fleiri fyrirtæki og einstaklingar komist í ráðþrota hópinn, sem á endanum verður gjaldþrota.  Á meðan hreykja þau sér af afrekum sínum Jóhanna og Steingrímur í hverri viku, og fjölmiðlar gleypa allt saman hrátt og hafa athugasemdalaust eftir þeim.

 

 


mbl.is Auðveldara verði að taka á málum skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er þessi leið ekki ætluð fólki sem er komið í gjaldþrot, það er búið að koma með úrræði handa þeim, en það hefur ekkert verið gert til að reyna að forða fólki frá því að komast í gjaldþrot en þetta er einmitt besta leiðin til þess

Gummi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þetta er leið sem er ætluð til þess að þeir aðilar starfsmenn bankanna sem fengu niðurfelld kúlulán sín sem námu hátt í 80. milljörðum þurfi ekki að borga skatta af þeim eins og rætt hefur verið um hérna í fjölmiðlum. Nú er alveg búið að bjarga Hreiðari Má og Sigurði.

Steinar Immanúel Sörensson, 23.6.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Björn Finnbogason

#1.  Já ég er viss um að þetta hjálpar þessum tveimur sem ekki verða orðnir gjaldþrota eða landflótta á næsta ári.

#2.  Hjálpar nú lítt starfsmönnum bankanna.  Skiptir afar litlu hvort ríkið tapar 100mkr., eða 30 og 70mkr.

Nær að draga línu í sandinn og byrja einhvers staðar!  Svo má alltaf færa línuna :-D

Björn Finnbogason, 23.6.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Reglugerðir eru ekki afturvirkar þess vegna virkar þetta ekki á þá sem hafa fengið niðurfellt fram að þessu...

þetta er nauðsynleg aðgerð til að skuldari sem skuldar 60 millur...banki metur að hann ráði við 30 millur... þá afskrifar bankinn 30 milljónir og þær 30 milljónir verða ekki skattskyldar eins og var samkvæmt gömlu reglugerðinni.

Ég held að menn ættu að fagna þessu og sleppa því að fara í þann gírinn að tortryggja þetta eins og allt of algengt er í dag.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.6.2009 kl. 11:58

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Dæmi: Jón skuldar 60 millur og fær afskrifaðar 30 millur, ég skulda 160 millur og fæ afskrifaðar 100 millur, en Steinar þarna efst hann skuldar 20 millur og borgar þær bara :-D

Allar svona duttlungareglugerðir eru slæmar.

Einfaldast að henda út föstu gengi -segjum gengisvísitölunni 170 á öll erlend  lán, og breyta þeim í innlend.

Helminga afborganir af öllum innlendum lánum í ákveðinn tíma.  Það sem útaf stendur verði umsemjanlegt.

Björn Finnbogason, 23.6.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband