Að gerast pípari - kr. 3.499.-

Píparavandræði hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu.  Veit ekki alveg hvar þeir eru greyin.  Eru að verða jafn sjaldgæfir og framsóknarmenn og sennilega ekki seinna vænna að leggja inn pöntun ætli maður að fá einn á árinu (pípara þ.e.).

Lagðist undir feld og ákvað í framhaldinu að fara í ónefnda byggingavöruverslun og fá hraðnámskeið í pípulögnum.  Hitti mann á leiðinni og sagði honum hvað stæði til- fyrsta spurningin var og hvað kostar svona námskeið?  Kom í ljós að hann hafði verið að leita og bíða eftir pípara í þrjár-fjórar vikur.  Jæja ég fer og fæ upplýsingar um hvað skuli gera og hvernig og síðan töfratöng eina með til að gera þetta auðveldara en orð fá lýst og væri grunnurinn að framhaldinu.  Pípari stóð við hliðina á mér þegar ég greiddi 3.499.- fyrir töngina og sagði hvernig heldurðu að þetta endi hjá þér?  Benti honum á að hann væri hjartanlega velkominn til að lagfæra og klára dæmið.  Sá undir skósólana á honum er hann hentist fyrir næsta horn!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er að bíða eftir málara og smiðum,búin að bíða leeeeengi

Birna Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Björn Finnbogason

bíddu!,- ertu komin á breytingaskeiðið eða?  og ég sem var að hafa fyrir pípulagnanáminu!!!!

Björn Finnbogason, 7.2.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Ingvar

Löngu búinn að gefast upp á að tala við þessa kalla. Viðkvæðið er yfirleitt að þetta og hitt sé ekki á færi annara en þeirra og þeir komist ekki í þetta nærri strax. Ég hef velt fyrir mér hverslags elflaugavísindamenn sumir þeirra telja sig vera, því hingað til hef ég reddað þessum ógerlegu verkefnum sjálfur og án þeirra aðstoðar.

Ingvar, 7.2.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko sæti minn,nú þarf að fara að skipta um glugga heima hjá mér.Ég reddaði pípulögnunum sjálf,enda kona og get allt.Ertu ekki bara til í að fara á námskeið í að halda á hamri

Birna Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vildi að ég hefði vitað að þú varst búinn að læra píp-iðnina og að Birna væri líka píp-ari...... Ég sem er að fá himinháan reikning frá Dabba píp-ara......hann er sko töluvert sneggri að rukka en að mæta...

Jónína Dúadóttir, 8.2.2008 kl. 15:21

6 Smámynd: Björn Finnbogason

Fór bara á námskeiðið í vikunni, en þeir urðu svo hræddir er þeir heyrðu af námskeiðshaldinu, að ég er kominn með píp-ara á hraðbraut, í að klára þetta.  Ég veit ekkert hvaða pípur þetta eru sem Birna er að tala um, en held þær séu ekki úr eir!

Björn Finnbogason, 9.2.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband