Hvar er veðrið?

Veðurfarið-lýsingar morgunsins, hafa gjörsamlega farið framhjá mér og minni götu.  Yngsta dóttirin hringdi í morgun og gat ekki farið í skólann vegna veðurs - ég leit út um gluggann og hugsaði hmm.  Eftir að hafa fengið staðfest að systur hennar voru ekkert að fara neitt heldur, tókst að sannfæra mig um að það væri nú bara svona snjóþungt í Njarðvíkunum, og ég hringdi upp í skóla og fékk leyfi.

Annars er þetta að verða alveg ágætt með þennan snjó, er alveg að fara með gulrótarplanið mitt þar sem allar ferðir til staða þar sem hitastig er yfir frostmarki eru uppseldar!

Ætli ég "neyðist ekki" til að þiggja heimboð vinar míns í gamla dyravarðabústaðinn hans ef ég ætla að komast eitthvert áður en snjóa leysir- í sumar einhvern tímann ef fram fer sem horfir hehe.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Ég lagði af stað til Keflavíkur í morgun. Inni við Ellustekk var allt stopp og ég sá ekkert nema bremsuljósin á næsta bíl og götuna við hliðina á mér.  Þannig að ég valdi það besta í stöðunni...................Beint heim aftur og í bólið

Ingvar, 7.2.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband