EKKERT!

Ekkert er gert til að aðstoða fólk í vanda

Ekkert er gert til að koma fyrirtækjum til hjálpar

Ekkert er gert til að við getum hafið uppbyggingu á ný

Ekkert er að verða einkunnarorð stjórnvalda.

Í staðinn fyrir að berja endalaust höfðinu við steininn og bíða eftir að Seðlabankinn ungi út bankastjórum, væri nær fyrir ríkisstjórnina að hefja hér uppbyggingu frá nýjum grunni.

Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að byggja upp þjóðfélagið.  Til þess að það sé hægt verður að byrja alveg frá grunni.

 Stjórnvöld þurfa að setja upp lánastofnun sem tryggði fyrirtækjum aðgang að lánsfé í gegnum nýju bankana þannig að um einskonar tilvísun væri að ræða sem bankarnir síðar yfirtækju eftir að búið væri að leggja þeim til fjármagn og gæti þetta verið hluti af því.

Þetta þarf að gera í vikunni og er afskaplega einfalt mál.  Ef banki er tilbúinn að lána fyrirtæki er það sent með tilvísun til segjum bara Fjárfestingabanka Atvinnulífsins sem greiðir út lánið í stað bankans -fyrst um sinn.  Þetta gæti þess vegna heyrt undir Byggðastofnun til að byrja með svo hægt sé að byrja strax! 

Keyra í gang allar framkvæmdir sem stöðvaðar hafa verið af hálfu hins opinbera, eins og bara til dæmis tónlistarhúsið.  

Hraða öllu sem hægt er að koma í gang og þarfnast ekki mikils undirbúnings og innflutnings.

Nýta öll þau tæki og vélar sem enn eru eftir í landinu, sorglega mikið af þeim farið nú þegar.

 Allt sem hægt er að gera til að koma atvinnulífinu í gang verður að hafa algeran forgang.  

Ef þetta verður ekki gert á næstu tveimur vikum af fullu afli, er víst að vonlítið verður fyrir okkur að það takist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband