Bergás!

Einu sinni fyrir langa löngu var kall sem átti bíó í Keflavík.  Í kjallara bíósins hafði verið rekin prentsmiðja en óprúttnir ungir menn(á þeim tíma sko) höfðu keypt hana og flutt í hentugra húsnæði!!!  Kallinn sem átti bíóið tók þá ákvörðun um að setja upp diskótek í kjallaranum.  Þessi staður sem fékk nafnið Bergás varð fljótt nafli alheimsins á suðvesturhorninu, sérstaklega á föstudagskvöldum þegar oft var jafnmargt fyrir utan og inni.  Hjá mörgum varð þetta fastur punktur í tilverunni á þessum tíma, eins og Klúbburinn á fimmtudögum, Hollywood eða Sigtún á laugardögum, Hollywood á sunnudögum, Hótel Saga á mánudögum og þriðjudögum. 

Hvað gerði fólk þá á miðvikudögum gæti einhver spurt, og svarið er: lærði, og gerði allt sem það mátti ekki vera að hina dagana fyrir svo utan það að það var nú lágmark að vera edrú einn dag í viku allavega.  Annars sá ríkið nú fyrir því, þar sem vínveitingar voru bannaðar á miðvikudögum, eins og ekki mátti horfa á sjónvarp á fimmtudögum.

Eins og sjá má hef ég ekki reifað neitt hvað fór fram á þessum stað eða í kringum hann  nákvæmlega, enda algjör óþarfi, það vita þeir sem munaWhistling

Nema hvað þessum stað var svo lokað, en í mörg ár hefur verið einskonar reunion árlega á hinum ýmsu stöðum, svokölluð Bergáskvöld.  Þau hafa nú yngst mjög upp í seinni tíð, en engu að síður oft gríðarlega gaman að hitta fólk sem maður hefur jafnvel ekki séð síðan ja- á síðustu öld einhvern tímann!!!  

Í kvöld er einmitt komið að því einu sinni enn.  Að þessu sinni í Officeraklúbbnum uppi á flugvelli.  Ég efast ekki um að fortíðin á eftir að elta marga- og jafnvel ná í sumaDevil

En hvað með kallinn sem setti þetta allt af stað?  Jú hann fór að safna bíóum- Sambíóum:-)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Og ég ætla pottþétt að mæta.Þekki söguna ekki neitt,ekki heldur fólkið,þoli ekki disko-tónlist.En veit að ég á eftir að skemmta mér vel.Þeim mun hallærislegara,þeim mun betra

Birna Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 13:49

2 identicon

Hnuss... Bergás leið undir lok áður en ég fæddist held ég.  Ég held að ég haldi mig bara við Páfann minn.

Bjössi... það var sko bara víst Páfugl í garðinum mínum, og ég er búin að setja mynd af honum inn á bloggið mitt.

Kallinn var samt alveg bæði glaður og hungraður.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband