Nú andar suðrið hlýju-allt í björtu báli.

Geggjað að vera til þessa dagana.  Umkringdur skemmtilegu fólki sem er að fást við og upplifa skemmtilega hluti.  Algjör snilld hreint að hætta að hugsa og fara að finna í staðinn!  Það er alveg magnað hvernig hægt er að stýra líðan sinni á eigin forsendum ekki annarra.  Að vera ekki alltaf að meðtaka skoðanir og álit annarra óendurskoðaðar.  Mér finnst, ég vil, mig langar, eru fullkomlega lögmætar og í alla staði eðlilegar tilfinningar, og ólíkt betri en , ég verð, ég læt yfir mig ganga, og ég sætti mig við, svona "þetta lagast syndrómið".

Hitti "unga konu" í kvöld.  Sú er aldeilis að gera alveg frábæra hluti í lífinu.  Er búinn að fylgjast með henni úr fjarlægð í nokkur ár, og alveg frá því ég sá hana fyrst, vissi ég að hún hafði allt til að bera til að ná langt.  Var í einhverju sambandsleysi um tíma en er núna á öskrandi siglingu.  Sem betur fer bað hún mig ekki að hoppa í sjóinn í kvöld, því ég hefði sennilega a.m.k. farið niður á bryggju svei mér þá! Diving    






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

mér finnst.....;)

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 04:07

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Rómó sætiEða....

Birna Dúadóttir, 9.2.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband