MY WAY!

Leiðin mín undanfarið hefur kannski ekki alltaf verið sú beinasta eða fjölfarnasta en hún hefur verið fær og því hef ég farið hana.  Oft hef ég verið einn á mínum vegarhelmingi, allir aðrir að fara í gagnstæða átt, hef samt haldið mínu striki í þeirri vissu að ég myndi ná marki.  Oftast hefur skrattinn verið málaður á veggina sem ég hef farið hjá.  oftast hefur mér reynst örðugt að fá fólk til að skilja hvað ég var að fara.

Allt í einu rann upp fyrir mér ljós!!!  Það þurfti engra útskýringa við hvert ég var að fara, það hreinlega varðaði eiginlega bara engan um hvað ég var að gera.

Nú er að renna upp nýtt tímabil í mínu lífi einn ganginn enn, nýr kafli að hefjast.

Núna reynir á fyrir alvöru, því nú fyrst er þrotlaus vinna undanfarinna mánaða að skila sér.

Af mikilli auðmýkt þakka ég samferðamönnum mínum samfylgdina, og vona að ég megi njóta samvista, liðsinnis og uppörvunar þeirra um ókomna tíð.

Ég gekk á fjallið Þorbjörn á miðvikudag, gangan var erfið en þess virði.  Veit ekki hvort ég náði betra sambandi við Guð eða Grindavík af toppnum- nema hvorutveggja sé.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú ert flottastur sæti

Birna Dúadóttir, 11.5.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband