Hjartað mitt lifir lífinu

Gleðst líka yfir mörgu. 

Hjartað mitt á heima á góðum stað, hjúpað sjálfi sem treystir sér til þess að leyfa því að ráða.  Þegar ég geri það eru mér allir vegir færir, opnir, og velkomnir.  Þeir liggja til allra átta- í báðar áttir- og það er mesta snilldin.

Ég fékk að taka þátt í að breyta lífi fólks í dag.  Tveir ungir krakkar að byrja að búa, voru hjá mér að leita að sinni fyrstu íbúð.  Æðislega geðugir krakkar af erlendum uppruna.  Ekki laust við að ÉG fengi í hnén þegar ég sá hvernig hún horfði á Hann.  Rámaði eitthvað í að svona hafi verið horft á mig endur fyrir löngu.  Hana langaði svooooooo í íbúð sem var ekki laus, -(eitthvað rámaði mig nú líka í að hafa sótt tunglið og sólina á sínum tíma, fyrir eina svona litla dökkhærða) hún sagði samt ekki mikið en fór þangað aftur og aftur, kom með stjörnur í augunum til baka og ég þurfti ekki að skilja baun til að finna hvað hún var að segja.  Ég fann hvað mig langaði til að láta þau hafa þessa íbúð, svo ég ákvað að hreinlega gleyma því að ég hafði verið búinn að lofa henni öðrum.  Sagði þeim að þau gætu fengið þessa íbúð, og áður en ég vissi af var ég búinn að bjóða þeim hálfa búslóð, örbylgjuofn og ég veit ekki hvað.

Varð ekki var við að fætur þeirra snertu stigann niður á útleiðinni, og hlakka til að fá þau í hús e. helgina.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband