Litli kofinn sem kemur sólinni á suðurnesin

Loks sér fyrir endann á upphafinu að álveri í Helguvík.  Í dag munu bæjaryfirvöld í Garði og Reykjanesbæ afgreiða heimildir til Norðuráls um að hefja framkvæmdir. 

Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hve gríðarlegar breytingar á högum okkar allra hér á suðurnesjum þessi framkvæmd hefur í för með sér.

Allt þjónustustig á öllum sviðum hækkar gríðarlega!

Stöðugleiki og afl þjónustufyrirtækja á svæðinu verður allt annað og á eftir að koma okkur til góða á öllum sviðum í nýbreytni í atvinnulegu tilliti í framtíðinni.  Eftir nokkur ár, verður alveg sama hvað mönnum dettur í hug, aðstoðina við að koma hugmyndinni í framkvæmd verður að fá hér á svæðinu.

Sú vinna sem hefur átt sér stað hér á svæðinu undanfarin misseri eftir brottför varnarliðsins, við að styrkja búsetugrunninn, og auka fjölbreytni atvinnulífsins er að bera ávöxt.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm

Birna Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband