Fullt tungl!

Það held ég að verði fjör um helgina.  Annars er ég alveg hundfúll, er að prófa nýju tölvuna og var búinn að skrifa þessa snilldarfærslu þegar hún hvarf bara með manni og mús. 

Það tók sig upp hjá mér gamalt áhugamál í gærkvöldi.  Ætla að fara að stunda golf aftur eftir fimmtán ára hlé.  Byrja á að fara með vini mínum í kennslu- aðallega honum svona til halds og trausts sjáið þið til.

Annars er gott að hafa að einhverju að hverfa ef allt fer hér til andskotans, eins og tónninn er þessa dagana.

Er að vinna alveg út í eitt þessa sólarhringana, og mikið rosalega verður gott að sjá fyrir endann á þessu um helgina.  Mataræðið er gjörsamlega fokið út um gluggann, og ég fæ æði fyrir hinu og þessu í staðinn.  Heyrði t.d. af marsipankökum í byrjun síðustu viku og ekki að sökum að spyrja það var bara M- allt-kökur, brauð, rjómatertur og ég veit ekki meir! Svo dett ég inn á DUUS af og til og borða FJÖLL.  Svefninn farinn í tómt rugl, alveg að drepast úr harðsperrum, og líður svo alveg stórkostlega!  Það er nú alveg til að kóróna þetta allt saman.

Konudagurinn er á sunnudaginn!  Aftur?  gæti einhver spurt sem hefði alla sína visku af síðunni hjá mér, Ég nefnilega misminnti mig eitthvað og flýtti honum bara um viku.  hef greinilega verið orðinn svona spenntur eitthvað fyrir söngatriðinu, sem ég ætla þó ennþá að flytja þann dag.  En það er líka gott að vera ekki svo upptekinn af fréttum að manni er frjálst að hafa hvaða dag sem maður vill í dag- í dag ætla ég að hafa besta dag.  vona að hann verði ykkur góður líka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvað á það að þýða að fara svona með svefn og mataræði væni minn.Ég veit,að þú veist,að við vitum,að það virkar ekki til lengdar

Birna Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 07:16

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Oj en sá matseðill...marsipan..... Hlustaðu á Birnu !

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband