Desember getur verið góður

Er búinn að uppgötva það núna að það er hægt að gera fleira í desember en að hanga í ljósakrónum, og jólaseríum og hálfsturlast úr stressi.  Það er tími til að gera ótrúlegustu hluti, fara á tónleika, út að borða, hitta fólk og bara vera til. 

Var að taka inn jólatréð í dag og varð hugsað til baka til þess tíma er ég fór á hverju ári í Landgræðslusjóð, Kiwanis, og til hans þarna hvala Magnúsar inn við sund að rífa utan af svona eins og tvö hundruð trjám til að finna það rétta! Og þetta eru ekki ýkjur. 

En mikið rosalega var ég alltaf stoltur af mínu tré þegar ég leit það augum uppljómað og skreytt. Nú eru tvær af prinsessunum mínum farnar að skreyta, og það er bara þannig, að það sem maður lærir iðkar maðurGrin

Ég á fjórar prinsessur og þær fá allar í skóinn við hæfi á morgun.  Á meira að segja eitt aukasett ef ég fyndi nýja drottninguGrin. Þær voru nefnilega að athuga hvort jólagjöfunum fjölgaði nú ekki örugglega við skilnað okkar mömmu þeirra!!! 

Svo á ég frábærustu afastelpu í heimi sem veit alveg sínu viti.  Fór í bíltúr með pabba sínum um daginn, eftirá var pabbinn að lýsa ferðinni þau hefðu farið í Bláfjöll og svona, sú stutta hélt nú ekki, fjöllin hefðu sko verið hvít- ein þriggja ára takk fyrir!!! 

Held þetta verði bara frábær endir á viðburðaríku ári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Lífið er ljúft þegar maður leyfir sér að taka þátt.Takk fyrir hjálpina í dag sæti.Ég þarf að fá annað eintak hjá þér,af því sem þú lést mig fá í dag.það kom strákur úr bænum að hjálpa til að flytja og ég gaf honum mitt.Takk fyrir að vera til

Birna Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 03:12

2 identicon

Já, það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Toppurinn á mínu tré strýkur loftið það er svo stórt og flott hehehehee Vona að ALLIR gestirnir hafi það gott í tjörninni fyrir utan. Þeim verður amk ekki boðið inn aftur, það er á hreinu!! ;o)) Afastelpan situr hér hæst ánægð í hafmeyjubúningi með Dóru hálsmen og Dóru armband sem jólasveinninn gaf henni. Sjáumst á eftir !! ;o)

Sú elsta (víst ekki sú stærsta lengur hehehe) (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband