USA mesta hvalveiðiþjóð heims!

Það heyrist hinsvegar lítið og þeir eru nú ekki meðvitaðir um það sjálfir blessaðir.  Engu að síður staðreynd, hvernig sem þeir reyna svo að kjafta sig frá því.  Frumbyggjaveiðar, landnemaréttur og fleiri fín orð yfir veiðar þeirra, auk þess sem smáhveli ýmis eru einfaldlega ekki hvalir í þeirra augum.  Aðeins Willy og aðrir nafngreindir félagar hans sem Greenpeace seldi hlut í á sínum tíma, hljóta þá nafnbót.
mbl.is Bandaríkin fordæma hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan færðu svo að þeir séu mesta hvalveiðiþjóð í heimi?

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:54

2 identicon

Ég er ekki á móti hvalveiðum. Réttur frumbyggja í Alaska er ótvíræður hvað varðar hvalveiðar þeir hafa studað þær í þúsundir ára. Inuitar í Alaska eru ekki meiri Bandaríkjamenn en Grænlendigar eru Danir. Inuit þjóðir byggja á hefðbundum lífsvenjum og Íslendingar ættu að skilja það af öllum mönnum. Hinsvegar hafa Bandaríkja menn ekkert með að segja okkur fyrir verkum.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Var staddur með bandaríkjamönnum sem ég hef ekki nokkra ástæðu til að véfengja, þar sem við ræddum hvalveiðar íslendinga.  Þar kom fram að þeir telja hvali á annan hátt en aðrir svo ég taki nú ekki dýpra í árinni!  En tæplega fimm þúsund stykki 2005!  Ekki það að ég hafi neitt á móti hvalveiðum.  En þessar tölur finnast í opinberum gögnum ef þeirra er leitað á réttan hátt.

Björn Finnbogason, 28.2.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband