Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

MY WAY!

Leiðin mín undanfarið hefur kannski ekki alltaf verið sú beinasta eða fjölfarnasta en hún hefur verið fær og því hef ég farið hana.  Oft hef ég verið einn á mínum vegarhelmingi, allir aðrir að fara í gagnstæða átt, hef samt haldið mínu striki í þeirri vissu að ég myndi ná marki.  Oftast hefur skrattinn verið málaður á veggina sem ég hef farið hjá.  oftast hefur mér reynst örðugt að fá fólk til að skilja hvað ég var að fara.

Allt í einu rann upp fyrir mér ljós!!!  Það þurfti engra útskýringa við hvert ég var að fara, það hreinlega varðaði eiginlega bara engan um hvað ég var að gera.

Nú er að renna upp nýtt tímabil í mínu lífi einn ganginn enn, nýr kafli að hefjast.

Núna reynir á fyrir alvöru, því nú fyrst er þrotlaus vinna undanfarinna mánaða að skila sér.

Af mikilli auðmýkt þakka ég samferðamönnum mínum samfylgdina, og vona að ég megi njóta samvista, liðsinnis og uppörvunar þeirra um ókomna tíð.

Ég gekk á fjallið Þorbjörn á miðvikudag, gangan var erfið en þess virði.  Veit ekki hvort ég náði betra sambandi við Guð eða Grindavík af toppnum- nema hvorutveggja sé.   


Vegferð mín!

Ég veit þú ert þreyttur.  Ég þekki þessa yfirþyrmandi tilfinningu, að þér finnist þessi krísa, þetta vandamál, þessi erfiði tími, muni vara að eilífu. 

En það gerir það ekki, þú ert næstum kominn. 

Þú heldur ekki bara að þetta hafi verið erfitt; Þetta hefur verið erfitt.  Þú hefur verið reyndur, prófaður og endurprófaður á leiðinni. 

Skoðanir þínar og trú hafa gengið í gegnum eldskírn.  Þú hefur trúað, og efast, og unnið að því að trúa á ný.  Þú hefur orðið að hafa trú, jafnvel þegar þú hefur ekki getað gert þér í nokkra hugarlund hverju þú varst beðinn um að trúa.  Fólk í kringum þig hefur jafnvel beðið þig að trúa ekki því sem þú varst að vonast eftir að geta trúað. 

Þú hefur mætt mótspyrnu.  Þú hefur ekki náð þetta langt með gríðarlegum stuðningi og hamingju.  Þú hefur orðið að streða fyrir þessu, þrátt fyrir allt sem gékk á í kringum þig.Stundum var það sem mótiveraði þig reiðin, stundum óttinn. 

Hlutir mistókust, fleiri vandamál komu upp en þú bjóst við.  Það voru hindranir, frústrasjónir, og leiðindi á leiðinni.  Þú hafðir ekki planlagt þetta á þann hátt sem það lagði sig á.  Mikið hefur komið á óvart, og sumt alls ekki það sem þú óskaðir eftir. 

Samt, samt hefur þetta verið gott.  Hluti af þér, dýpsti hluti hjartans, hefur fundið fyrir því allan tímann. 

Svo mikið hefur skeð, og hvert atvik, það sárasta, truflaðasta, og óvæntasta tengjast og þú ert að byrja að sjá og skilja það. 

Þig óraði aldrei fyrir að hlutirnir gætu farið svona, var það?  En það gerðu þeir.  Nú ertu að komast að leyndarmálinu, þeim var þetta ætlað á þennan hátt og þessi háttur er góður- -betri en þú bjóst við. 

Þú bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma heldur, var það?  En það gerði það svo sannarlega.  Þú hefur lært þolinmæði. 

Þú hélst að þú gætir aldrei náð þessu, en nú veistu að þú hefur ÞAÐ. 

Þú hefur verið leiddur.  Oft leið þér eins og gleymdum og værir einn og yfirgefinn, nú veistu að þér hefur verið leiðbeint. 

Núna eru hlutirnir að raðast saman, þú ert á endakaflanum á þessari erfiðu leið. Þessi lexía er að renna skeið sitt á enda.  

Veistu- þetta sem þú hefur barist gegn og lýst yfir að þú gætir ekki gert,- já nákvæmlega það!, -Til hamingju- þú ert að útskrifast  úr áfanganum. 

Allt er að breytast, þú ert að hefja nýjan kafla í lífinu. 

Þú hefur klifið fjall, það hefur ekki verið auðvelt.  En fjallaklifur er aldrei auðvelt. 

Nú nálgastu toppinn, andartaki lengra og sigurinn er þinn. 

Réttu úr öxlunum og dragðu djúpt andann.  Haltu áfram í sjálfsöryggi og friði.  Tíminn er að koma til að meta og njóta alls sem þú hefur barist fyrir. 

Ég veit að þú hefur áður haldið að þinn tími væri kominn, bara til að uppgötva að svo var ekki.  En núna eru verðlaunin á leiðinni og þú veist það, þú getur fundið fyrir þeim. 

Þetta streð hefur ekki verið til einskis, á þessari vegferð hafa verið hæðir og lægðir. 

Njóttu og nýttu- þér það tækifæri sem þér er gefið. 

Það verða fleiri fjöll en nú veistu hvernig á að klífa þau.   

Og verðlaunin: líf fullt af hamingju og gleði, frelsi til að njóta J


Fortíðin öll!

Fortíðin ferðast með okkur til æviloka með öllu sem í henni er.  Það er hins vegar algjör óþarfi að vera að taka hana upp á hverjum degi, til skoðunar.  Hún hefur gert okkur að því sem við erum í dag, og það sem við gerum í dag ákveður mest um það hvernig morgundagurinn lítur út. 

Þótt í henni séu atriði sem við helst vildum gleyma, í henni séu brostnir draumar og þrár, þá geymir hún líka góðar stundir, daga, vikur, mánuði og ár, sem saman mynda það sem við köllum fortíð og getum nýtt okkur til framtíðar.

Það flýr enginn mistök sín en við þurfum ekkert að endurtaka þau.  Og hver dagur að kvöldi kominn sem við getum horft ánægð til baka á, hefur verið undirbúinn af fortíð og verður að fortíð.


Farandverkakonur?

Eða kallast þetta kannski einirkjar?  Allavega ljóst að svona "fyrirtæki" eru auðflutt landshorna á milli!.  Hlýtur að vera frekar skondið hvernig lögreglan heldur "málinu" til haga!!!Tounge
mbl.is Grunur um vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bergás!

Einu sinni fyrir langa löngu var kall sem átti bíó í Keflavík.  Í kjallara bíósins hafði verið rekin prentsmiðja en óprúttnir ungir menn(á þeim tíma sko) höfðu keypt hana og flutt í hentugra húsnæði!!!  Kallinn sem átti bíóið tók þá ákvörðun um að setja upp diskótek í kjallaranum.  Þessi staður sem fékk nafnið Bergás varð fljótt nafli alheimsins á suðvesturhorninu, sérstaklega á föstudagskvöldum þegar oft var jafnmargt fyrir utan og inni.  Hjá mörgum varð þetta fastur punktur í tilverunni á þessum tíma, eins og Klúbburinn á fimmtudögum, Hollywood eða Sigtún á laugardögum, Hollywood á sunnudögum, Hótel Saga á mánudögum og þriðjudögum. 

Hvað gerði fólk þá á miðvikudögum gæti einhver spurt, og svarið er: lærði, og gerði allt sem það mátti ekki vera að hina dagana fyrir svo utan það að það var nú lágmark að vera edrú einn dag í viku allavega.  Annars sá ríkið nú fyrir því, þar sem vínveitingar voru bannaðar á miðvikudögum, eins og ekki mátti horfa á sjónvarp á fimmtudögum.

Eins og sjá má hef ég ekki reifað neitt hvað fór fram á þessum stað eða í kringum hann  nákvæmlega, enda algjör óþarfi, það vita þeir sem munaWhistling

Nema hvað þessum stað var svo lokað, en í mörg ár hefur verið einskonar reunion árlega á hinum ýmsu stöðum, svokölluð Bergáskvöld.  Þau hafa nú yngst mjög upp í seinni tíð, en engu að síður oft gríðarlega gaman að hitta fólk sem maður hefur jafnvel ekki séð síðan ja- á síðustu öld einhvern tímann!!!  

Í kvöld er einmitt komið að því einu sinni enn.  Að þessu sinni í Officeraklúbbnum uppi á flugvelli.  Ég efast ekki um að fortíðin á eftir að elta marga- og jafnvel ná í sumaDevil

En hvað með kallinn sem setti þetta allt af stað?  Jú hann fór að safna bíóum- Sambíóum:-)

 


Breytinga er þörf!

Breytinga er þörf þegar byrja á að nýju.

Breytinga er þörf þegar snúa skal við.

Breytinga er þörf til að hægt sé að halda áfram.

Breytinga er þörf til að sjá lífið í betra ljósi.

Oft knýr lífið á um breytingar án þess að við óskum þess eitthvað sérstaklega, oft skilja leiðir án sérstaks tilefnis, oft vitum við ekki alveg hvert leiðin liggur, jafnvel stundum ekki hvaðan!

Á þeim stundum er oft gott að breyta gegn sinni verri vitund sem segir að allt sé vont í veröldinni, taka upp símann og hringja og spyrja til vegar þá er leiðina þekkja og hafa farið margoft áður.   


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband