Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fuglarnir erfi landið- hvalirnir sjóinn

Og við fólkið sem býr þetta land eigum að lifa af hugmyndum, hugdettum, og fallegum lýsingum af draumalandi þar sem allir lifa af loftinu hreina- þar til efnahagurinn hefur náð jafnvægi.  Hvað þá?

Hvaða andskotans bull er þetta- og mbl étur þetta hrátt eftir. 

Hvar er t.d. sagt frá því að búið sé að staðfesta deiliskipulag fyrir álver í Helguvík, sem tók gildi í gær?

Hvar kemur fram að nú er ekkert því til fyrirstöðu að Norðurál sæki um byggingaleyfi í Helguvík?

Hvar kemur fram að nú hafi stjórnmálamenn lítil áhrif lengur á framgang álvers í Helguvík?

Hvernig væri að fá hlutlaust mat á stöðu mála í Helguvík?

Svo er Samfylkingin hoppandi um eins og þau hafi eitthvað með þetta að gera og slá um sig með yfirlýsingum í allar áttir, vitandi hið rétta í málinu.

 

 


mbl.is Segja forsætisráðherra hunsa varnarorð OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar grær gras sem girt er um.

 

Þannig hljóðaði málsháttur sem ég fékk með páskaeggi kvöldsins, orð að sönnu og hitti gjörsamlega í mark.  Litli túnbleðillinn sem ég stóð á í haust er óðum að verða að heilum aldingarði, og ég vanda valið á öllu sem plantað er í hann og fær að vaxa innan girðingar.  Svo vinn ég land annað slagið og færi girðinguna utar og hleypi fleiru inn í lífið mitt, sem líkist mest draumi, en ég veit muninn dags og nætur og er með rétta fólkið allt í kringum mig.

Tíminn líður bæði hratt og hægt.  Ég sveiflast milli mars og maí, og allt fram í júlí stundum, allt þó á sama deginum- deginum í dag.  Því núna er lífið- ekki seinna, og gærdagurinn verður ekki endurtekinn.  Stefnan er sett á morgundaginn með fögur fyrirheit og vonir, þrár og drauma.

ÉG FINN fyrir lífinu, og það er alltaf best.

  


Mitt tré

Hefur þraukað veturinn ótrúlega vel.  Í haust er laufin tóku að gulna og falla, leit ekki vel út fyrir þessu tré.  Sólin hætt að ná að skína á það, orðið kalt og hráslagalegt í skóginum hjá mínu tré.  Reyndi af vilja fremur en mætti að hlú að því, hrista greinarnar jafnóðum svo þær kiknuðu ekki undan snjónum, og halda því heilu í gegnum hretin sem komu í hrinum framan af.  Smátt og smátt aðlagaði tréð sig þessum aðstæðum og tók að styrkjast innanfrá, og nýta þann forða sem safnast hafði undangengin ár til að lifa veturinn af.  Svo tók að birta af degi og tréð fór að sjá til sólar að nýju.  Smátt og smátt tók tréð við sér, fylltist nýju lífi og fór að búa sig undir sumarið í þeirri staðföstu trú að sumarið framundan verði besta, sólríkasta og lengsta sumar í manna minnum, það stækki og dafni sem aldrei fyrr og verði flottasta tréð í skóginumSmile

Það er mikilvægt að viðurkenna hver við erum- og einnig hver við viljum verða.

Horfast í augu við fortíðina og líta framtíðina björtum augum fulla af tækifærum til að auðga lífið og tilveruna- okkar!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband