Meirihlutinn í Reykjanesbæ -ARG!

Nú er ég búinn að fá mig fullsaddan af þessum kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Ég ætla ekki lengur að horfa á  þá gera mig gjaldþrota.

Sóðaskapurinn og subbugangurinn í kringum þennan Keflavíkurflugvöll er alveg með ólíkindum.

Engin eftirspurn hefur verið eftir iðnaðar og atvinnuhúsnæði eftir að Base ehf., í eigu nokkurra "bæjargæðinga" keypti megnið af því húsnæði á vallarsvæðinu.  Ekki er mér kunnugt um að nokkuð hafi verið greitt fyrir það enn sem komið er.

Íbúðarhúsnæði leigir enginn út lengur hérna niðurfrá nánast, þar sem allir sem vilja geta farið uppeftir í stúdentaíbúðir kallaðar.  Skilst mér að skilyrðin séu að einn stúdent sé í hverri blokk!  Ekki veit ég til að staðið hafi verið við kaupsamninga vegna þessa, en áætlaðar leigutekjur hinsvegar um 100mkr á mánuði, svona í fljótu bragði séð.

Þróunarfélagið er svo að bauka við að leigja út húsnæði fyrir gistirekstur, til dansleikjahalds o.fl. í samkeppni við okkur hér neðra sem erum í sama rekstri.

Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkir gistihúsarekstur t.d. þar sem er ekki einu sinni löggilt rafmagn, heldur 110 volta rafmagn að amerískum sið.  

Ég ætla nú ekki að hafa fleiri orð um þetta að sinni heldur safna liði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Bjössi minn,við þurfum ekkert að fara neitt langt til að finna skít og blesahátt.Maður er hreinlega umkringdur af þessari séríslensku spillingu sama hvert litið er.

Fínn pistill.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.1.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband