Að ganga í rigningunni!

-en blotna ekki bara, er eitt af því sem ég hef lært um ævina og hefur oft reynst mér vel.  Nú í ársbyrjun er ég enn á ný að leggja í nýtt ár og hlakka til að fást við það sem í boði verður.  Eitt er allavega alveg víst!  Ekkert mun koma mér á óvart framar, og á engan að treysta nema mig sjálfan.  Ég mun byggja líf mitt á mínum forsendum ekki annarra.  Ég bíð ekki eftir neinum, tek ekki ofan fyrir neinum og læt ekki telja mér trú um nokkurn skapaðan hlut.

Ég mun hlú að mér og mínum, sinna öðrum eftir megni, og láta framhjá mér fara bullið og ruglið sem hér veður uppi a.m.k. fram á vor.

Fyrir tæpu ári síðan var ég spurður að því hvort ég skuldaði ekki orðið nóg.  Í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér og niðurstaðan varð sú, að þegar ég gæti lifað af skuldunum væri nóg komið!

Í dag er sama stefna uppi, í dag er enn raunhæfur möguleiki að lifa af skuldunum þrátt fyrir allt.

Og í stað þess að gráta pappírsgróða er ég ákveðinn í að láta mér líða vel í mínu lífi, og minnka heiminn í viðráðanlega stærð fyrir mig.

Gleðilegt ár!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband