Endir.

Það er búið að vera hreint ævintýri að vera hér á vefnum undanfarna mánuði.  Geggjað að geta svo flett upp hvar maður var staddur á hverjum tíma á einhverjum brjáluðustu tímum í mínu lífi.  Allt tekur þó enda og hér held ég að minn tími sé liðinn, þörfin til að tjá sig ekki lengur sú sama og áður og þá gott að hætta áður en þetta þynnist út í meðalmennskukommentabull um allt og ekkert.

Fyrir þá sem ekki vita hefur þetta öðrum þræði verið saga mín úr iðrum vítis upp á yfirborðið, og þótt ég segi sjálfur frá hef ég aldrei séð nokkurn fara eins fljótt í gegnum þann pakka og á stundum var ég hreinlega hálfsmeykur um að svona bratt flug hlyti að enda illa. 

Staðreyndin er hins vegar sú að draumar rætast og loforðin sem gefin eru, eru öll uppfyllt og mikið meira en það. 

Sjö ára bardagi -nám og reynsla -mín og annarra, er að skila mér líðan sem aldrei nokkurn tíma fæst nokkurs staðar keypt -hún er lifuð, lituð blóði, svita og tárum, -mínum og þeirra er á undan hafa gengið veginn fyrir mig, og með mér, í mikilli auðmýkt og þakklæti. 

Af veikum mætti reyni ég að bera áfram það sem mér hefur verið gefið.  Ef ég mætti velja eitthvað  yrði það:

LÁTTU HJARTAÐ RÁÐA!

Hjartað hugsar aldrei! -Því finnst hitt og þetta og það er alltaf best.

Lifðu þínu lífi- ekki annarra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er ánægð fyrir þína hönd.Hefði samt viljað sjá meira frá þér hérna.Ég verð lengur í meðalmennskukommentabullinuEnda ekki til í að taka þetta of alvarlega        Knús

Birna Dúadóttir, 14.8.2008 kl. 07:22

2 identicon

Jæja, já.  Þú segir nokkuð.  Mer finnst nú bara gaman að hafa þig á blogginu.  Þú mátt alveg læða inn einni og einni færslu svona annars slagið.  Það er ekki neitt að þvi.

Bestu kveðjur.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband