Mig langar

Mig langar til að deila með þér öllu sem ég kann.

Mig langar til að deila með þér öllu sem ég veit.

Mig langar til að gefa þér þá líðan sem ég á.

Mig langar... 

 

Að byrja í litlum heimi er best, innrétta hann vandlega og yfirvegað, nýta og njóta hans til hins ýtrasta.  Bæta svo í hann smátt og smátt eftir því sem aðstæður leyfa, þrekið og krafturinn eykst, því sem þú vilt hafa með þér inn í framtíðina og langar til að hafa í kringum þig.  Stíga varlega fyrstu sporin og þau þurfa ekki að vera stór.  Hægt og sígandi byggir þú upp líf sem er einungis fyllt því sem þú vilt, og skapar fortíð sem hver sem er getur verið stoltur af!  Því í þessum litla heimi er minna oft meira, og forgangsröðunin er: ég, við, þið.

Að byggja á fortíðinni er ekki hægt, hana verður að leggja til hliðar.  Aðeins með því að byrja upp á nýtt er hægt að skapa eitthvað nýtt- öðruvísi en það sem var. 

Sigur er ekki allt- heldur það eina sem þetta snýst um! 

Það endar enginn í öðru sæti í þessu lífshlaupi, en margir hafa náð endalokum lífsins.

Ég hef aldrei séð biðraðir fólks á leið til vinnu á morgnana úr kirkjugörðunum, en það er hins vegar  hinsti samastaður margra löngu áður en þeir ætluðu sér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vel sagt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 04:49

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm góður

Birna Dúadóttir, 27.4.2008 kl. 13:51

3 identicon

Djúphugsun er góð, samt eru rökin alltaf best

Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Þessi í bleika kjólnum!  Minnist þess að hafa séð hana áður.  Heyrði eitthvað um að hún hefði yfirgefið mann og börn til að rúnta um í sjúkrabílum í öðrum löndum

Björn Finnbogason, 28.4.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband