Sært ljón!

Tannlæknirinn hefur án efa lesið um síðustu ferð mína til hans á blogginu, því ég hef fundið ógurlega fyrir því, hvað ég greiddi honum fyrir í dag.  Eins og sönnu ljóni sæmir, hef ég verið nær dauða en lífi eftir heimsóknina, og apótekið græddi stórfé á mér, því ég var sannfærður um að ég þyrfti á áður óþekktu magni af verkjalyfjum að halda, ég yrði svoooooooo slæmur.

Allt var einhvern veginn í þessa veru í dag, hurðarhúnar, innréttingar, listar, o.þ.h., allt í fleirtölu margföldunar eitthvað...

"Skreið svo heim- var svo svo ánægður að sjá tvær dætur mínar á chillinu inni í eldhúsi að ég steingleymdi "slysinu" frá í morgun- um stund.  Steinlá svo í stofusófanum, vaknaði við að yngsta dóttirin var mætt, við áttum fína kvöldstund saman.  Hundfúlt að þurfa að vekja hana til að skutla henni heim undir miðnættið eftir að hún hafði prófað sófann líka.  Fjandi gott að liggja í honum sjáið þið til!

Vantaði bara hana Loppínu Björns, þarf að fara að skipuleggja pabbahelgar með hanaLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

knús

Birna Dúadóttir, 27.2.2008 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband