Glæsilegri kvenkostir fást ekki

Var að rifja upp í kvöld frétt frá því í síðustu viku um hvernig leikarar í USA héldu aftur af drengjum sem sóttust eftir dætrum þeirra.  Þetta kom upp í hugann þegar dætur mínar tvær voru inni í stofu og ég var með þá þriðju í símanum að þylja upp einkunnir sínar.  Þá fjórðu er ég búinn að missa út úr höndunum í fangið á Hafnfirðingi, en hann má þó eiga það að hann er þokkalegasta eintak af slíkum að vera, og hún Sóley Birta sem hann á aðild að er alveg gjörsamlega úrvalsupphaf að afaseríu minni sem ég er nú farinn að huga að.  Hvað hinar varðar er staðan þannig að ég á ýmis tromp á hendi sem ég get beitt ef mér finnst brýn þörf áDevil.  Annars er bara svo mikið vit í kollinum á þeim(hvaðan ætli það sé), að engin ástæða er fyrir mig að efast neitt sértaklega um þeirra val, og engri þeirra myndi ég vilja breyta á nokkurn hinn minnsta hátt-þá meina ég ENGAN.  Ekki ætla ég að fara að setja út á að mamma þeirra sé ekki búin kenna þeim á þvottavél, eða benda þeim á að fötin detti ekki úr henni straujuð inn í skáp, og það sé betra að hafa vatn á straujárninu og kveikt á eldavélinni.

Hitt er svo aftur annað mál að ÉG kann á þvottavél, uppþvottavél, saumavél, og meira að segja hakkavél, og get notað þær.Grin(bara svona smá ónauðsynlegar upplýsingar fyrir þá er kynnu að vera að velta því fyrir sér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður

Jónína Dúadóttir, 22.1.2008 kl. 05:58

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Klárlega hafa þær fengið allt besta genaflöktið frá pabba sínum,þú kennir þeim bara rest.Æts geturðu saumað í jakkann minn

Birna Dúadóttir, 22.1.2008 kl. 07:38

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Með annarri hendinni- ekki málið 

Björn Finnbogason, 22.1.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: Margrét M

er þá ekki málið að þú kennir þeim á þvottavélina , straujárið og eldavélina

Margrét M, 22.1.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband